Batman vs. Superman stiklu lekið á netið

Fyrstu stiklunni úr stórmyndinni Batman vs. Superman hefur verið lekið á netið, en frumsýning stiklunar í IMAX risabíóum verður á mánudaginn næsta þann 20. apríl.

batman

Myndin sjálf er hinsvegar ekki væntanleg fyrr en í mars á næsta ári.

Í myndinni eigast þeir við þeir Leðurblökumaðurinn, sem leikinn er af Ben Affleck, og Ofurmennið, leikið af Henry Cavill. Myndin er framhald af myndinni Man of Steel, og fyrsta myndin í röð mynda um ofurhetjuteymið Justice League.

Í stiklunni eru það helst þeir félagarnir tveir sem koma við sögu, en lítið sést af Ofurkonunni, í túlkun Gal Gadot, né þorparanum Lex Luthor, erkióvini Ofurmennisins, sem Jesse Eisenberg leikur, en þau birtast væntanlega í næstu stiklum, enda er enn langt í frumsýningu myndarinnar.

En sjón er sögu ríkari: