Bana bullar í New York

rickygervaisEric Bana og Ricky Gervais munu leika í endurgerð frönsku gamanmyndarinnar Special Correspondents. Auk þess að leika í myndinni þá mun Gervais einnig skrifa handritið, leikstýra og framleiða myndina.

Myndin fjallar um aðalpersónuna sem Bana leikur, sem er baslandi útvarpsfréttamaður sem hefur átt erfitt með að klífa metorðastigann, þar sem hann er bæði hrokafullur og hefur lífsstíll sem er bæði úrkynjaður og galgopalegur.

Hann er um það bil að fara að missa vinnuna þegar hann ákveður að skálda stríðsfréttir eins og hann væri staddur í fremstu víglínu, en er bara heima hjá sér í íbúð fyrir ofan spænskan veitingastað í miðri Manhattan í New York.

1175917 - DELIVER US FROM EVILÍ upprunalegu frönsku myndinni, sem er frá 2009, þá ákveður franska ríkisstjórnin að reyna að frelsa tvo fréttamenn sem hefur verið rænt og eru í haldi öfgamanna, en aðeins fórnarlömbin sjálf vita að þetta er allt í plati.

Myndin verður fyrsta myndin sem Gervais leikstýrir síðan hann gerði gamanmyndina Cemetery Junction frá 2010, en þar lék hann jafnframt aðalhlutverk. Þá leikstýrði hann og lék í gamanmyndinni  The Invention of Lying ásamt Tina Fey.

Bana sást nýverið á hvíta tjaldinu í myndinni Deliver Us From Evil, og er nú að leika í Disney myndinni The Finest Hours, og snýr sér þar næst að myndinni The Secret Scripture.