Íslenskt Netflix kemur í vor

Afþreyingarfyrirtækið Sena ætlar að opna íslenska útgáfu af Netflix netvídeóleigunni í apríl -maí á næsta ári í gegnum dótturfélagið D3, en D3 rekur nú þegar tonlist.is og ebaekur.is m.a.

Björn Sigurðsson framkvæmdastjóri Senu segir frá þessu í Viðskiptablaðinu í dag.

Vídeóleigan ber vinnuheitið ebíó.is

„Við erum núna með í smíðum íslenskan Netflix vef, áskriftar-vod þjónusta, þar sem við munum bjóða upp á hundruði klukkustunda af efni, bíómyndir, þætti, fræðsluefni osfrv,“ segir Björn í samtali við Viðskiptablaðið.

Björn segir að samhliða þessu verði tölvuleikjavefur opnaður í janúar – febrúar.

Stikk: