Playstation Vita kynning

Sony hefur verið á leikjatölvumarkaðnum í þónokkur ár núna og hafa notið vinsælda með Playstation vélarnar. En fyrir nokkrum árum ákváðu þeir að fara í beina samkeppni við Nintendo og gefa út tölvu sem myndi ógna vasatölvunum frá þeim, Gameboy á sínum tíma en Nintendo (3)DS núna. Playstation Portable átti öfluga útgafu á sínum tímu og hef ég átt mína í þónokkur ár, en vinsældirnar hennar fóru hraðlega dvínandi og átti Nintendo markaðinn með DS vélinni sinni. Ástæðan fyrir falli PSP tölvunar má aðalega rekja til lélegra leikja frá óháðum útgefendum og missterka Sony leiki. En Nintendo eiga auðvitað mjög öfluga línu af leikjum sem þeir gefa sjálfir út og eru þeir leikir oftast nóg til að láta fólk versla tölvunar sínar, en þá erum við að tala um leiki eins og Zelda og Mario. En ég einmitt verslaði mér 3DS tölvuna nýju bæði vegna endurútgáfu Zelda og þar sem ég átti aldrei DS tölvu til að byrja með. Fyrir utan það að vera með góða línu af leikjum þá voru aðrir útgefendur að búa til leiki eins og Cooking Mama og Dogz (og Horsez , Catz osfr.) en það gerði vélina strax aðgengilegri sem fjölskyldutölva, eins og Nintendo er svo gríðalega þekktir fyrir að vera.  En fall PSP vélarinnar var stórt og hafaf Sony gefið sér góðan tíma í að hanna glænýja og flotta ferðatölvu sem hentar fyrir alla aldurshópa í stað þess að einblína aðalega á lítin og þéttan leikjahóp.

Ég fékk það tækifæri að kíkja á tölvuna hjá Senu áður en hún kemur út í verslanir og get ég ekki annað sagt en Vita tölvan sé mjög forvitnileg. Eins og kannski margir vita þá er hún bæði með snertiskjá að framan og að aftan. Einnig er myndavél að framan og að aftan, sem er skemmtileg viðbót. Myndavélin er mjög fín og skemmtileg viðbót og verður eflaust nýtt í nokkra leiki. En þrátt fyrir það þá er myndavélin ekki að fara koma í staðin fyrir iPhone myndavélina eða heimilismyndavélina. Skemmtileg viðbót en óþarfi samt sem áður, nema þeir séu með góð plön fyrir eitthverja leiki. Í þetta sinn eru tveir analog pinnar á vélinni í staðin fyrir einn, en það er allt annað líf að spila leiki og geta stjórnað myndavélinni með hægri pinnanum. Stór galli á PSP vélinni var það að aðeins einn pinni hafi verið á henni og dróg það niður spilunina í fjölmörgum leikjum, fyrir utan það að hafa gert fyrstu persónu skotleiki óspilanlega. Tölvan er líka í mjög góðri stærð og passar ágætlega í hendurnar á manni. Persónulega finnst mér dálítið óþæginlegt að halda á tölvunni þegar ég má ekki snerta skjáinn sem er aftan á vélinni þar sem ég er með dálítið stóra putta. En það er samt sem áður bæði kostur og ókostur m.v. Reality Fighters og Little Deviants, en ég kem að því aðeins seinna. Ég fékk einnig að spila aðeins í gegnum nokkra leiki en sá fyrsti sem ég ætla að tala um er án efa sá eftirvæntasti.

Uncharted: Golden Abyss lítur ótrúlega vel út. Það kemur á óvart hversu ótrúlega flottur leikurinn er. Þó að Sony auglýsi tölvuna sem minni Ps3 vél þá get ég staðfest það hér og nú að svo er ekki. Uncharted lítur vel út, en fyrsti Uncharted leikurinn er samt flottari. Vita nær ekki að toppa grafíkina í PS3 vélinni, en ég get samt fullyrt það að Golden Abyss lítur betur út en margir Ps3 leikir sem finnast á markaðnum í dag. Þannig að þó svo að þú sért ekki að fá Ps3 grafík þá ertu að fá alveg ótrúlega glæsilega grafík miðað við lófatölvu (jebb, 3. orðið sem ég nota yfir þetta). Spilun leiksins er mjög fín og stærsti kosturinn sem ég tók eftir var sá að þú þarft ekki lengur að stjórna Drake þegar þú klifrar. Þú þarft ekki nema bara að draga puttann eftir skjánum þá leið sem þú ætlar þér að fara og Drake klifrar hana fyrir þig. En framleiðendurnir eru samt sem áður að runka snertiskjáa möguleikanum aðeins. Í sumum tilvikum þarftu að krota á eitthvað blað með því að nudda skjáinn. Mér finnst þetta ekki skemmtilegt, en sumir gætu haft gaman af þessum „fjölbreyttu“ valkostum.  Uncharted er stærsti titillinn sem Sony eru að gefa út samhliða vélinni og eflaust ein af aðal ástæðum þess að versla sjálfa vélina.

Little Deviants er annar leikur sem ég fékk að spila en þar er bara notaður aftari snertiskjárinn. Leikur sem kemur út samhliða vélinni og nýtir sér einn af einstökum möguleikum vélarinnar er ekkert annað en bara prufa í mínum augum. En það kom mér verulega á óvart hversu góð prufa þetta er. Þrátt fyrir það að vera barnaleikur þá er ágætt erfiðleikastig í honum og maður nær fljótt að komast í snertiskjáa gírinn. Það er líka ótrúlega einstök upplifun að snerta bakið á tölvunni og sjá snertinguna í leiknum sjálfum. Í þessum leik var mjög gott að vera með þessa stóru putta og stóran snertiflöt. Leikurinn sjálfur er með flotta teiknimynda grafík og spilast þannig að þegar þú snertir bakið á tölvunni þá myndast bunga í jörðinni í leiknum. Síðan áttu að hreyfa puttana um og þá hreyfist bungan með. Þannig áttu að rúlla karakternum um borðið og varast óvini og aðra hluti sem reyna að stöðva þið á meðan að þú nærð í lykla.  Takmarkið er svo bara að ná ákveðnum miklum stigum án þess að deyja, síðan færðu brons, silfur eða gull eftir því hversu mörgum stigum þú náðir.

Reality Fighters var mjög einstakur leikur sem nýtti sér myndavél tölvunar í botn.  Leikurinn virkar eins og venjulegur bardagaleikur en í staðin fyrir að vera alltaf í fyrirfram ákveðnum borðum þá er hægt að berjast með karakterana á öllu sem er í kringum þig, með hjálp myndavélarinnar. Þeir sem eiga 3DS tölvuna ættu að kannast við þetta sem Augmented Reality, þar sem myndavélin birtir hluti á skjánum sem eru ekki þarna í alvörunni. En þetta var mjög flott og var gaman að berjast á t.d. gólfinu. Hægt er líka að berjast við manneskju sem er við hliðiná þér, en ég tók leik við starfsmann Senu þar sem leikurinn endaði þannig að við vorum byrjaðir að beina myndavélunum í sitthvorar áttir og þessvegna með allt öðruvísi bakgrunna í bardaganum. Gallinn hinsvegar við leikinn er sá að það er hægt að spila með því að nota snertiskjáinn til að berjast, en karakterinn minn byrjaði allt í einu að endurtaka hreyfinguna sína án þess að ég var að gera neitt. En svo fattaði ég að puttarnir mínir voru að snerta aftari snertiskjáinn án þess að ég tók eftir því. Hendurnar mínar voru í þægindastöðu og þurfti ég þessvegna að halda á tölvunni í óþæginlegri stöðu svo ég myndi ekki láta karakterinn fara að slá óvart frá sér.

Sniðugustu leikirnir voru svo að mínu mati Everybody’s Golf og Vipeout 2048. Þeir þurfti ekki að notast við snertiskjáinn á neinn hátt. Þá tók ég eftir því hvað það var ótrúlega þæginlegt að spila í Vita án þess að vera að snerta skjáinn öðruhverju. Tölvan fékk að njóta sín og ég fékk bara að halla mér aftur og spila. Þrátt fyrir það að vera ekki aðdáandi þessara leikja og vita nánast ekkert hvað ég væri að gera þá kunni ég að meta einfaldleikan í tölvu sem getur svona ótrulega mikið af flottum hlutum.

En hvernig er tölvan? Þegar þú ræsir hana þá muntu ekki sjá XMB (Cross Media Bar) sem hefur verið í Ps3 tölvunni síðan útgáfu og var í PSP tölvunni gömlu. Í staðin er komið dálítið Apple útlit á tölvuna. Það er hægt að hoppa á milli flipa bæði upp og niður, og til hliðar. Þegar þú hoppar upp og niður þá er það til þess að skoða fleiri „öpp“ sem þú ert með í tölvunni, en hægri og vinstri til að loka „öppum“ sem eru nú þegar opin. Það sem mér fannst ótrúlega sniðugt er að þegar þú ferð niður og upp um síður þá getur þú verið með mismunandi bakgrunna fyrir hverja síðu. Þannig að ef við gefum okkur það dæmi að eitthver Wall Street gæi hafi kasta iPhone símanum út í sjóinn og fengið sér Playstation Vita í staðin (ekki spyrja mig afhverju, Vita er ekki sími) þá getur hann verið með mynd af öllum fjölskyldumeðlimunum á hverri síðu. Konuna efst og svo börnin fyrir neðan. Besta leiðin til að útskýra þetta almennilega er að segjum sem svo að þú sért að fara á næstu síðu (s.s. fletta hægri/vinstri) í iPod/iPhone/Android og þá er sami bakgrunnurinn á hverri síðu. En í Vita breytist hann í hvert skipti.

Batteríið er fínt. Í Uncharted með lýsinguna á bjartasta endist Vita kannski í 4-5 tíma. En það er hægt að lengja þann tíma með því að minnka birtuna á skjánum. Stuðningurinn á milli PS3 vélarinnar og Vita er margfalt betri en var á PSP og PS3. Það var vesen að tengja þær tölvur saman á sínum tíma, en núna er Vita með sitt eigið PSN þannig að það er hægt að bæta því við á vinalistann í Ps3 tölvunni. Vita getur líka spilað kvikmyndir og myndbönd. Vélin verður líka með facebook, flickr, foursquare og skype stuðning beint úr kassanum. Einnig er hægt að sjá alla sem eru að spila bæði Ps3 og Vita í nágrenni við þig og bæta þeim á vinalistann eða sjá hvað þeir eru að spila, sniðugur fídus sem lætur þig aldrei verða „forever alone.“  Annar frábær hlutur sem hægt verður að gera í t.d. Fifa 12 er að færa save-ið yfir í Vita tölvuna þegar þú ferð út. Þú ert kannski að reyna að ná eitthverju stórmerkilegu og þarft óvænt að fara til Kanada, ekkert mál. Færir bara save-ið yfir í Vita í gegnum netið og heldur áfram á Vita tölvunni á meðan að þú ert að slaka á í Kanada.

Hvernig er tölvan í samanburði við Nintendo 3DS? Þetta er mjög góð spurning Sigurjón, og ég ætla að svara henni fyrir þig. Stutta svarið er svo að ég myndi frekar versla mér Vita tölvu ef ég ætti að velja núna. Ég á 3DS vél og hún er mjög góð, en Vita hefur meira uppá að bjóða. 3DS vélin var nánast ekki með neina titla sem komu út samhliða tölvunni, en Vita verður með 20 titla. 3DS vélin hefur hinsvegar frábæra Nintendo titla eins og allar aðrar Nintendo tölvur. Mario og Zelda leikirnir ættu að vera nóg til að versla vélina en eins og ástandið er í dag þá fer fólk ekkert að versla sér tölvu bara til að spila einn titil (þó að ég reyndar hafi gert það *hóst* Zelda). 3DS vélin er líka ekki með svona rosalegan stuðning við Wii og ekkert hefur verið staðfest með Wii-U. Síðan eru vinakóðarnir ennþá í umferð og ekkert voðalega auðvelt að spila með fólki, fyrir utan það að Ísland er mikil Playstation þjóð og þekki ég ekki nema tvo aðra sem eiga 3DS vélina. Vita er með margfalt betri grafík en 3DS vélin mun nokkurn tíman getað verið með. Vita passar ágætlega í hendurnar á manni á meðan að 3DS vélin er í minni kantinum. Þannig að Vita vélin er eiginlega betri kostur. Hún er með betri grafík, tvo analog pinna, tvo snertiskjái, stærri skjá og betri netmöguleika.

Verðið á vélinni á að vera í kringum 49.990 krónur, en það er bara Wi-fi útgáfan. Verðið á 3G útgáfunni er ennþá óstaðfest. Playstation Vita er væntanleg þann 22. febrúar.