Icelandic Film Festival frestað!

Já þið lásuð það rétt fólk, einni af stærstu kvikmyndahátíð Íslendinga hefur verið frestað fram á haust. Ástæðan sem forsvarar hátíðarinnar gefa út er sú að það sé orðið of stutt milli kvikmyndahátíða á Íslandi.

Eins og allir vita kom Quentin Tarantino hingað í tilefni af Októberbíófest og frumsýndi Hostel ásamt Eli Roth og einnig var franskri kvikmyndahátið að ljúka hér á landi. En kvikmyndaunnendur þurfa þó ekki að örvænta því Kanadísk kvikmyndahátið verður á boðstólum von bráðar, þannig að við höfum eitthvað að gera í millitíðinni!

Persónulega er ég sáttur við þessa ákvörðun, enda er mun skemmtilegra að bíða eftir þessu með eftirvæntingu og fá þá stærri nöfn til landsins, heldur en að hafa þessa fjölhæfu kvikmyndahátíð á sama tíma og aðrar hátíðir eiga sér stað.